Sagan

Árið 1936 setti Landnám ríkisins svokölluð “Nýbýlalög”. Lög þess heimiluðu áhugasömu fólki að leigja landspildu til að stofna nýbýli og hefja búsetu. Tveimur árðum síðar eða árið 1948 keypti Nýbýlastjórn ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs, land úr jörð Miðhúsa í Hvolhreppi. Þarna var bara mói og spói þegar fyrsta skikanum af fjórum var úthlutað, en með dugnaði, áhuga og eljusemi reistu bændurnir Óli og Olga ásamt fjölskyldu myndarlegt og fallegt bú í Hjarðartúni.

Skoða nánar

Aðstaðan

Aðstaðan, sem tekin var í notkun árið 2007, er eins og best verður á kosið. Tvískipt 36 hesta hús með 32 eins hesta stíum og tveimur tveggja hesta stíum, 20 x 40 metra reiðhöll auk tveggja vélaskemma. Kaffistofan í miðju hússins er hjarta hússins, en þaðan er hægt að fylgjast með því sem fram fer í reiðhöllinni í góðu yfirlæti. Á jörðinni er hringvöllur og góð aðstaða fyrir hross. Í nágrenninu eru frábærar útreiðarleiðir; túnið heima, meðfram Hvolfjallinu, eftir bökkum Eystri-Rangár eða upp Krappann.

Skoða nánar

Starfsfólk

Að meðaltali starfa 3 til 4 tamningamenn við tamningar og þjálfun í Hjarðartúni allan ársins hring.

Skoða nánar

Meistaradeildarlið Hjarðartúns

Hjarðartún tekur í fyrsta sinn þátt í hinni firnasterku meistaradeild í hestaíþróttum sem haldin hefur verið í núverandi mynd á Íslandi við mikla vinsældir síðan 2007. Liðstjóri liðsins er Helga Una Björnsdóttir og með henni í liðinu eru Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.

Skoða nánar

Eigendur

Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson og fyrirtæki þeirra Einhyrningur ehf sem kennt er við hið formfagra fjall á Fljótshlíðarafrétti, keyptu Hjarðartún árið 2015. Þau eru bæði tannlæknar að mennt. Kristín er sérfræðingur í tannréttingum og lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands auk þess að reka eigin tannlæknastofu í Valhöll, Reykjavík. Bjarni Elvar er sérfræðingur í tannholdslækningum og munn- og tanngervalækningum, prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarforseti. Hann rekur einnig tannlæknastofu í Valhöll ásamt félögum sínum. Kristín er auk þess smali Laufaleita, sem eru fjárleitir Rangvellinga.

Skoða nánar

Hjarðartúnsmótið

Hjarðartúnsmótið hefur verið árviss viðburður síðustu ár. Þetta er alvöru töltmót og fjölskylduskemmtun sem haldin hefur verið síðan Kristín og Bjarni eignuðust Hjarðartún. Keppt hefur verið í pollaflokki í reiðhöllinni og í tölti í barna- og unglingaflokki, T7 hjá minna vönum og T3 hjá meira vönum á hringvellinum. Smalakeppni með hinni sívinsælu þrautabrautin hefur svo verið á sínum stað í miðju prógrammi. Keppninni lýkur svo venjulega með með kappreiðum þar sem keppt hefur verið í 100m skeiði eða 100m brokki. Hjörvar Águstsson og Hermann Árnason hafa stýrt mótinu með styrkri hendi eins og þeirra er von.

Skoða nánar

Samstarfsaðilar