Hrossaræktarbúið Hjarðartún er staðsett við austurbakka Eystri-Rangár í Hvolhreppi u.þ.b 2 km norður af Hvolsvelli. Aðstaðan, sem tekin var í notkun árið 2007, er eins og best verður á kosið. Tvískipt 36 hesta hús með 32 eins hesta stíum og tveimur tveggja hesta stíum, 20 x 40 metra reiðhöll auk tveggja vélaskemma. Kaffistofan í miðju hússins er hjarta hússins, en þaðan er hægt að fylgjast með því sem fram fer í reiðhöllinni í góðu yfirlæti. Á jörðinni er hringvöllur og góð aðstaða fyrir hross. Í nágrenninu eru frábærar útreiðarleiðir; túnið heima, meðfram Hvolfjallinu, eftir bökkum Eystri-Rangár eða upp Krappann.

Húsakostur

Umhverfið

Hesthúsin

Reiðhöll

Hringvöllur

Hjartað