Í Hjarðartúni hefur verið lögð sérstök áhersla að koma upp hópi ræktunarhryssna sem eru undan langræktuðum gæðingshryssum enda er okkar mottó að móðirin sé afkvæminu a.m.k. jafn mikilvæg og faðirinn. Flestar ræktunarhryssur okkar eiga rætur sínar að rekja til heiðursverðlaunahryssnanna Glettu frá Bakkakoti, Daggar frá Breiðholti og Pöndru frá Reykjavík.

Ræktunarmarkmið búsins er að rækta geðgóð, framfalleg og fótahá hross með mikið fas og fótaburð. Búið leggur áherslu á mikla getu á gangtegundum ásamt vinnugleði og þjálni hvort sem um er að ræða alhliða- eða klárhross.

Hjarðartúnshestar