Upphafið

Árið 1946 setti Landnám ríkisins svokölluð “Nýbýlalög”. Lög þess heimiluðu áhugasömu fólki að leigja landspildu til að stofna nýbýli og hefja búsetu. Tveimur árðum síðar eða árið 1948 keypti Nýbýlastjórn ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs, land úr jörð Miðhúsa í Hvolhreppi. Þarna var bara mói og spói þegar fyrsta skikanum af fjórum var úthlutað, en með dugnaði, áhuga og eljusemi reistu bændurnir Óli og Olga ásamt fjölskyldu myndarlegt og fallegt bú í Hjarðartúni.

Árið 1936 setti Landnám ríkisins svokölluð “Nýbýlalög”. Lög þess heimiluðu áhugasömu fólki að leigja landspildu til að stofna nýbýli og hefja búsetu. Nokkrum árum síðar eða árið 1948 keypti Nýbýlastjórn ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs, land úr jörð Miðhúsa í Hvolhreppi. Þarna var bara mói og spói þegar fyrsta skikanum af fjórum var úthlutað, en með dugnaði, áhuga og eljusemi reistu bændurnir Óli og Olga ásamt fjölskyldu myndarlegt og fallegt bú í Hjarðartúni. Hún var hjúkrunarfræðingur og hann var sveitastjóri Hvolhrepps og gjaldkeri kaupfélags Rangæinga. Árið 1963 hættu þau búskap í Hjarðartúni en bjuggu þar til ársins 1990.

Þórður Þórðarson og Ingibjörg Jóhannesdóttir kaupa Hjarðartún árið 1990. Þórður og Ingibjörg bjuggu í Hjarðartúni til ársins 1996 en fluttu sig þá yfir á næsta bæ, Lynghaga.

Sigþór Jónsson og Gerður Óskarsdóttir keyptu Hjarðartún árið 1996 og bjuggu þar til ársins 2004. Árið 2004 eignast Óskar Eyjólfsson jörðina. Hann, ásamt eiginkonu sinni Ásu Margréti Jónsdóttur, fór í mikla uppbyggingu þar sem nýtt íbúðarhús, 36 hesta hús með reiðhöll og nýjar vélaskemmur voru reistar. Aðstaðan er eins og best verður á kosið. Óskar hóf að rækta hross undir nafni Hjarðartúns. Þar var hestagullið, Landsmótssigurvegarinn og heiðursverðlaunahryssan Dögg frá Breiðholti sem gefið hefur hvern gæðinginn á fætur öðrum, ein af aðalræktunarhryssum búsins.