Í Hjarðartúni er frábær aðstaða til reiðkennslu, stór reiðhöll, hringvöllur og frábærar útreiðaleiðir. Á búinu starfa þrír menntaðir reiðkennarar sem hægt er að hafa samband við varðandi reiðkennslu, hvort sem um er að ræða almenna reiðkennslu eða keppnisþjálfun. Bæði er boðið er uppá einkatíma eða hópkennslu í Hjarðartúni. Reiðkennarar okkar taka einnig að sér á kennslu á öðrum stöðum innanlands sem og erlendis samkvæmt samkomulagi.