Hjarðartúnsmótið hefur verið árviss viðburður síðustu ár. Þetta er alvöru töltmót og fjölskylduskemmtun sem haldin hefur verið síðan Kristín og Bjarni eignuðust Hjarðartún. Keppt hefur verið í pollaflokki í reiðhöllinni og í tölti í barna- og unglingaflokki, T7 hjá minna vönum og T3 hjá meira vönum á hringvellinum. Smalakeppni með hinni sívinsælu þrautabrautin hefur svo verið á sínum stað í miðju prógrammi. Keppninni lýkur svo venjulega með með kappreiðum þar sem keppt hefur verið í 100m skeiði eða 100m brokki. Að mótinu loknu hefur svo verið slegið í grill og glens þar sem Hlynur trúbador á Voðmúlastöðum og Elli á Skíðbakka hafa séð um að halda uppi fjörinu. Hjörvar Águstsson og Hermann Árnason hafa stýrt mótinu með styrkri hendi eins og þeirra er von.