Í Hjarðartúni stefnum við að því að geta boðið upp á breiðan hóp söluhesta, allt frá vel ættuðu ungviði upp í fullþjálfaða keppnishesta. Við leggjum metnað í það að þeir hestar sem seldir eru frá búinu séu geðgóðir og þægilegir í allri umgengni og þjálfun.

Hjarðartúnshestar

Um hestana okkar

Ræktunarmarkmið búsins er að rækta geðgóð, framfalleg og fótahá hross með mikið fas og fótaburð. Búið leggur áherslu á mikla getu á gangtegundum ásamt vinnugleði og þjálni hvort sem um er að ræða alhliða- eða klárhross.