Veislan heldur áfram í Meistaradeildinni

1. mars 2020

Rífandi gangur var í Hjarðartúnsliðinu í keppni í fimmgangi síðastliðið fimmtudagskvöld. Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti byrjuðu með látum í firnasterkri keppni. Elvar Þormarsson kom sér yfir þá félaga á hryssunni Klassík frá Skíðbakka með stórgóðri sýningu og undir lokin skaust Þórarinn Ragnarsson í úrslit á hryssunni Ronju frá Vesturkoti. Allt liðið í úrslitum í æsispennandi keppni þar sem efstu tveir voru jafnir og úrslitin réðust á sætaröðun. Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti sigruðu þriðja árið í röð og liðið trónir á toppi liðakeppninar með yfir 30 stiga forskot á næsta lið.

Mynd: Gunnar Freyr Gunnarsson – Meistaradeild í hestaíþróttum

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.