Ræktunarmarkmið búsins er að rækta geðgóð, framfalleg og fótahá hross með mikið fas og fótaburð. Búið leggur áherslu á mikla getu á gangtegundum ásamt vinnugleði og þjálni hvort sem um er að ræða alhliða- eða klárhross.
Ræktunarhryssur
Í Hjarðartúni hefur verið lögð sérstök áhersla að koma upp hópi ræktunarhryssna sem eru undan langræktuðum gæðingshryssum enda er okkar mottó að móðirin sé afkvæminu a.m.k. jafn mikilvæg og faðirinn. Flestar ræktunarhryssur okkar eiga rætur sínar að rekja til heiðursverðlaunahryssnanna Glettu frá Bakkakoti, Daggar frá Breiðholti og Pöndru frá Reykjavík.
Skoða nánarStóðhestar
Hjarðartúni má finna nokkra unga og upprennandi stóðhesta sem sýnt hafa góða takta í frumþjálfun. Til að komast í hóp stóðhesta á búinu er ekki nóg að vera vel ættaður heldur verða hestarnir að vera geðgóðir, státa af góðri byggingu, sýna hæfileika á flestum gangtegundum og státa af útgeislun sem stóðhestum sæmir.
Skoða nánarKeppnishestar
Í Hjarðartúni er eitt af markmiðum okkar í ræktun og þjálfun að sem flestir hestar skili sér að lokum í keppni, hvort sem það er keppni áhuga- eða atvinnumanna. Í tamningu og þjálfun hestanna er lögð höfuðáhersla á að byggja góðan grunn sem nýtist þegar þau eru orðin nógu þroskuð til að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni.
Skoða nánarHryssur
Í Hjarðartúni má finna breiðan hóp hryssna. Þar má fyrst nefna ræktunarhryssurnar okkar en auk þeirra eru á búinu hryssur sem henta vel í almenna reiðmennsku, reynslumiklir ferðahestar, fjallhestar og hryssur sem hafa verið að gera það gott á keppnisbrautinni. Áhersla er lögð á sem fjölbreyttasta þjálfun og mottóið okkar er að allar hryssur búsins þurfa að hafa hlutverk þar sem hæfileikar þeirra nýtast sem best.
Skoða nánarGeldingar
Í Hjarðartúni má finna hóp að vel þjálfuðum geldingum. Þar á meðal eru hestar sem henta vel í almenna reiðmennsku, reynslumiklir ferðahestar, fjallhestar og hestar sem hafa verið á keppnisbrautinni. Áhersla er lögð á sem fjölbreyttasta þjálfun og mottóið okkar er að allir hestar búsins þurfa að hafa hlutverk þar sem hæfileikar þeirra nýtast sem best.
Skoða nánarUngviði
Í Hjarðartúni er lögð áherslan á gæði umfram magn og stefnt að því að rækta einungis undan langræktuðum gæðingshryssum. Á búinu fæðast að meðaltali fimm folöld á ári. Þegar folöldin hafa verið tekin frá mæðrum sínum um páskaleytið, eru þau tekin inn í nokkra daga, umhverfisþjálfuð og gerð bandvön. Okkar reynsla er að þetta skili sér margfalt þegar kemur að frumtamningu.
Skoða nánar