Í Hjarðartúni má finna breiðan hóp hryssna. Þar má fyrst nefna ræktunarhryssurnar okkar en auk þeirra eru á búinu hryssur sem henta vel í almenna reiðmennsku, reynslumiklir ferðahestar, fjallhestar og hryssur sem hafa verið að gera það gott á keppnisbrautinni. Áhersla er lögð á sem fjölbreyttasta þjálfun og mottóið okkar er að allar hryssur búsins þurfa að hafa hlutverk þar sem hæfileikar þeirra nýtast sem best.
