Í Hjarðartúni er eitt af markmiðum okkar í ræktun og þjálfun að sem flestir hestar skili sér að lokum í keppni, hvort sem það er keppni áhuga- eða atvinnumanna. Í tamningu og þjálfun hestanna er lögð höfuðáhersla á að byggja góðan grunn sem nýtist þegar þau eru orðin nógu þroskuð til að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni.
