Í Hjarðartúni er lögð áherslan á gæði umfram magn og stefnt að því að rækta einungis undan langræktuðum gæðingshryssum. Á búinu fæðast að meðaltali fimm folöld á ári. Þegar folöldin hafa verið tekin frá mæðrum sínum um páskaleytið, eru þau tekin inn í nokkra daga, umhverfisþjálfuð og gerð bandvön. Okkar reynsla er að þetta skili sér margfalt þegar kemur að frumtamningu.
