Að meðaltali starfa 4 til 5 tamningamenn við tamningar og þjálfun í Hjarðartúni allan ársins hring.

Arnhildur Helgadóttir Tamningamaður og reiðkennari (B.S.) [email protected]
Arnhildur Helgadóttir er reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum og hestaíþróttadómari. Hún ólst upp á Kirkjubæjarklaustri þar sem hún byrjaði sína hestamennsku. Arnhildur útskrifaðist frá Hólum árið 2017 og hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Arnhildur hefur starfað í Hjarðartúni frá janúar 2019 meðfram því að sonurinn Eiður Örn fæddist í maí sama ár.

Hans Þór Hilmarsson Tamningamaður og reiðkennari [email protected]
Hans Þór Hilmarsson er menntaður tamingamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur starfað í Hjarðartúni frá upphafi árs 2019. Hansi hefur starfað við hesta um árabil og útskrifaðist frá Hólum árið 2012, hann hefur náð góðum árangri á keppnis- og kynbótabrautinni.
