Níu x níu

18. ágúst 2024

Stóðhesturinn Frosti frá Hjarðartúni hefur verið að gera það gott í keppni í slaktaumatölti með Arnhildi síðustu misserin. Eftir Íslandsmótið var ákveðið að setja hann á kynbótajárningu og fara með hann í kynbótadóm. Hann fór í fyrstu verðlaun 5. vetra en okkur grunaði að hann ætti meira inni. Svo reyndist vera og fékk hann hvorki meira né minna en 8.70 í aðaleinkunn – 8.56 í byggingu og 8.77 í hæfileika með Hans Þór á baki. Hann fékk 9 x 9 eða níu fyrir samræmi, hófa, prúðleika, tölt, skeið, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Með þessum dómi er hann orðinn hæst dæmdi hesturinn undan hinum feykivinsæla stóðhesti Skýr frá Skálakoti, sem einnig fékk 8.70 í aðaleinkunn á sínum tíma. Það stendur líka mjög sterkt að Frosta í móðurætt en hann er undan Hrund frá Ragnheiðarstöðum (AE. 8.25 klár). Sammæðra Frosta eru því gæðingarnir Hrönn frá Ragnheiðarstöðun (8.59 klárhryssa), Ísey frá Ragnheiðarstöðum (AE. 8.33 klárhryssa) og Aspar frá Hjarðartúni (AE. 8.37 klárhestur). Við höfum alltaf haft mikla trú á Frosta og hann hefur farið á okkar hryssur frá unga aldri. Fyrstu afkvæmi hans eru að koma í tamningu í haust og það verður spennandi að fylgjast með þeim.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.