Sindri fékk 8.98 í hæfileikaeinkunn

6. júní 2022

Á Landsmótsári þótti tilhlýðilegt að fara aftur með Sindra frá Hjarðartúni í kynbótadóm. Þrátt fyrir ákveðnar væntingar hækkaði hann ekki í byggingareinkunn (8.28) frá 5 vetra dómnum. Hann landaði hins vegar frábærum hæfileikadómi 8.98 og aðaleinkunn upp á 8.74. Þarf af fékk hann 9.5 fyrir tölt, brokk og samstarfsvilja, 9.0 fyrir skeið, hægt tölt og fegurð í reið. Okkur þykir sérstaklega vænt um 9.5 fyrir samstarfsvilja sem einu sinni hét vilji og geðslag því annan eins öðling og Sindra er erfitt að finna.
Ljósmynd. Óðinn Örn

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.