Vala frá Hjarðartúni

5. júní 2020

Arnhildur Helgadóttir fór með Völu frá Hjarðartúni, fjögurra vetra í dóm í vikunni. Vala er undan Mánadís frá Víðidal og Hrók frá Hjarðartúni. Vala flaug í fyrstu verðlaun og hlaut m.a. 9 fyrir tölt, sem verður að teljast góður árangur fyrir svo unga hryssu. Þetta var ekki aðeins frumraun Völu á kynbótabrautinni, heldur var Arnhildur að sýna í kynbótadóm í fyrsta sinn. Frábær árangur Arnhildar með hestagullið og ekki að sjá að hér væri um frumraun að ræða. Heildareinkunn Völu endaði í 8.07, 8.10 fyrir byggingu og 8.05 fyrir hæfileika. Vala er ræktuð af Óskari Eyjólfssyni.

 

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.