Hrossaræktarbúið Hjarðartún er staðsett við austurbakka Eystri-Rangár í Hvolhreppi u.þ.b 2 km norður af Hvolsvelli. Aðstaðan, sem tekin var í notkun árið 2007, er eins og best verður á kosið. Tvískipt 36 hesta hús með 32 eins hesta stíum og tveimur tveggja hesta stíum, 20 x 40 metra reiðhöll auk tveggja vélaskemma. Kaffistofan í miðju hússins er hjarta hússins, en þaðan er hægt að fylgjast með því sem fram fer í reiðhöllinni í góðu yfirlæti.

Nánar um okkur

Söluhestar

Í Hjarðartúni stefnum við að því að geta boðið upp á breiðan hóp söluhesta, allt frá vel ættuðu ungviði upp í fullþjálfaða keppnishesta. Við leggjum metnað í það að þeir hestar sem seldir eru frá búinu séu geðgóðir og þægilegir í allri umgengni og þjálfun.

Skoða nánar

Meistaradeildarlið Hjarðartúns

Hjarðartún tekur í fyrsta sinn þátt í hinni firnasterku meistaradeild í hestaíþróttum sem haldin hefur verið í núverandi mynd á Íslandi við mikla vinsældir síðan 2007. Liðstjóri liðsins er Helga Una Björnsdóttir og með henni í liðinu eru Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.

Skoða liðið

Reiðkennsla Hjarðartúns

Í Hjarðartúni er frábær aðstaða til reiðkennslu, stór reiðhöll, hringvöllur og frábærar útreiðaleiðir. Á búinu starfa þrír menntaðir reiðkennarar sem hægt er að hafa samband við varðandi reiðkennslu, hvort sem um er að ræða almenna reiðkennslu eða keppnisþjálfun. Bæði er boðið er uppá einkatíma eða hópkennslu í Hjarðartúni. Reiðkennarar okkar taka einnig að sér á kennslu á öðrum stöðum innanlands sem og erlendis samkvæmt samkomulagi.

Skoða hvað er í boði

Fylgdu okkur á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins
Error: There is no connected account for the user 10670214359.