Eðlisgæðingarnir Sindri (AE. 8.99) og Seiður frá Hólum (AE. 8.83) í sæðingum í Hjarðartúni

12. júní 2023

Það gleður mannskapinn í Hjarðartúni að bjóða uppá tvo frábæra gæðinga í sæðingum í Hjarðartúni í sumar. Þetta eru Landsmótssigurvegarinn Sindri frá Hjarðartúni og Seiður frá Hólum sem hlaut hæsta kynbótadóm sem gefinn hefur verið það sem af er sumri með A.E. 8.83. Þar af 8.63 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8.93 fyrir hæfileika. Seiður er stórættaður undan heiðursverðlaunaforeldrunum Trymbli frá Stóra-Ási og Ösp frá Hólum. Því miður er ekki hægt að sjá metsýningu Seiðs frá því í síðustu viku á streymisveitunni Alendis vegna ákvörðunar forsvarsmanna hennar. Hinsvegar vita þeir sem séð hafa Seið á brautinni að hér er á ferðinni eftirminnilegur eðlisgæðingur. Samtals hlutu þeir 3 sinnum 10, 6 sinnum 9.5 og 7 sinnum 9 í kynbótadómi. Hægt er að panta undir Sindra og Seið á heimasíðu Hjarðartúns hjardartun.is eða með því að hringja í Önnu Margréti í síma 866-5832, Bjarna Elvar í síma 893-3221 eða Konráð Val í síma 772-4098.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.