Frábær byrjun á sumrinu hjá Hansa á WR Íþróttamóti Geysis

29. maí 2023

Hans Þór bústjóri í Hjarðartúni náði frábærum árangri á WR Íþróttamóti Geysis um helgina. Hann reið beint í A-úrslit í fimmgangi á Öl frá Reykjavöllum með 6.93. Í úrslitunum voru þeir svo í fantaformi og sigruðu í hnífjafnri keppni með 7.19 sem er ekki slæmt í þeirra fyrstu keppni utanhúss. Í fjórgangi var hann í 1-2 sæti á Fáki frá Kaldbak eftir forkeppnina með 7.33. Hann hélt sínu striki í úrslitum og endaði í 2. sæti með sömu einkunn. Þetta var einnig þeirra fyrsta keppni utandyra. Hans Þór var líka sterkur í skeiðgreinunum þar sem hann sigraði í 250m skeiði á Jarli frá Þóroddsstöðum og varð þriðji í 150m skeiði á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði. Það er ánægjulegt að sjá hvað keppnishestahópurinn í Hjarðartúni er að þróast vel undir stjórn þeirra Hansa og Arnhildar.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.