Guðrún frá Hjarðartúni

30. ágúst 2020

Skeiðfíklarnir í Hjarðartúni þurfa sitt. Leidd voru saman Garún frá Eystra-Fróðholti (9,5 fyrir skeið) og Goði frá Bjarnahöfn (10 fyrir skeið) í þeirri von að skeiðgenið bærist áfram. Fóstra var fengin til að ganga með, enda á þeim tíma voru foreldrarnir uppteknir af undirbúningi landsmóts, sem síðar ekki varð. Jörp hryssa, sem minnir mjög á móður sína, leit dagsins ljós í lok júní og hlaut nafnið Guðrún.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.