Hjarðartún tilnefnt sem eitt af ræktunarbúum ársins

1. desember 2020

Hjarðartún var á dögunum tilnefnt sem eitt af ræktunarbúum ársins 2020. Það er mikill heiður fyrir okkur að Óskar Eyjólfsson og Hjarðartún hafi verið valið sem eitt af þeim þrettán hrossaræktunarbúum sem koma til greina sem ræktunarbú ársins 2020. Svona árangur næst ekki nema góður efniviður eins og Óskar er búinn að leggja grunninn að sé til staðar og að hestarnir séu þjálfaðir og sýndir af fagfólki í fremstu röð. Okkur langar sérstaklega að þakka Arnhildi, Árna Birni, Birgittu, Hansa og Klöru sem þjálfuðu og sýndu Dagmar, Dimmu, Sindra, Tón og Völu frá Hjarðartúni í frábæra dóma í sumar. Við erum líka mjög stolt og spennt að fá að tilheyra því frábæra ræktunarstarfi sem Óskar hefur lagt grunninn að í Hjarðartúni.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.