Taktur frá Hjarðartúni

30. ágúst 2020

Harpa frá Hjarðartúni átti stefnumót við Dag frá Hjarðartúni og þeim fæddist hestfolald í vor. Dagur hefur með afkvæmum sínum sýnt hversu mikill kynbótahestur hann er. Fyrsta afkvæmi Hörpu er albróðir þessa folalds, en það er Tónn frá Hjarðartúni, sem fór í góð fyrstu verðlaun í vor, fimm vetra. Litli bróðir sýndi góða takta strax frá fæðingu og hlaut því nafnið Taktur. Mikil framtíðarmúsík í því.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.