Þriðja rauðstjörnótta merfolaldið í röð hjá Daggrós

4. júní 2023

Ræktunarhryssurnar í Hjarðartúni kasta hver á fætur annarri. Daggardóttirin Daggrós frá Hjarðartúni (BLUB 127) átti rauðstjórnótt merfolald fyrir nokkrum dögum. Faðirinn var snillingurinn Sindri frá Hjarðartúni. Það merkilega við þetta var að hún er bara búin að eiga rauðstjörnótt merfolöld síðan hún fór í ræktun. Askja 2021 faðir Barði frá Laugarbökkum (AE. 8.51), 2022 Hekla faðir Óskar frá Breiðstöðum (AE. 8.45) og 2023 Esja faðir Sindri frá Hjarðartúni (AE. 8.99). Foreldrarnir í ár eru bæði brún og það þarf að fara verulega langt aftur til að finna rautt hross í ættartré Daggrósar þó að hún skili rauðu svona sterkt. Hestanafnanefnd Hjarðartúns ákvað að afkvæmi Daggrósar skyldu bera fjallanöfn. Það lítur út fyrir, ef hún heldur áfram að eignast merfolöld, að falleg kvenkyns fjallanöfn klárist fljótt. Það getur þó ekki talist alvarlegt vandamál í hrossarækt.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.