Ungu Hjarðartúnshrossin að máta sig á keppnisbrautinni

5. mars 2022

Það er búið að vera nóg að gera hjá ungu hrossunum okkar í Hjarðartúni sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Sindri frá Hjarðartúni og Hansi tóku þátt í fimmgangnum í Meistaradeildinni, Tónn frá Hjarðartúni og Hansi fóru í slaktaumatöltið í Meistaradeildinni og Tónn fór líka með Hafþóri Heiðar ásamt Draumhyggju frá Eystra-Fróðholti og Arnhildi í parafimina í Suðurlandsdeildinni og enduðu þau í 4. sæti. Vala frá Hjarðartúni fór í 4. ganginn í Uppsveitardeildinni sem var hennar fyrsta keppnni. Hún fór síðan með Önnu Maríu í gæðingafimina í Meistaradeild ungmenna og endaði í 7. sæti með flotta einkunn. Síðast en ekki síst fór Svala frá Hjarðartúni, systir Sindra, í sína fyrstu keppni þegar hún og Anna María tóku þátt í 5. gangnum í Meistaradeild ungmenna. Þó að ekki hafi allt gengið upp eins og við má búast hjá ungum hrossum, sýndu þau sig vel og ljóst er að þau hafa öll höfðið rétt skrúfað á og hæfileikana til að ná langt á keppnisbrautinni. Við erum mjög stolt af þeim og verulega spennt fyrir næstu misserum.

#

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Hjarðartún, endilega sendið okkur línu. Við svörum eins fljótt og auðið er.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.